BLACKBOX

SAGAN OKKAR

Við opnuðum í Borgartúni 26 mánudaginn 22. janúar 2018. Stofnendur Blackbox eru Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal.


Viggó er conditori bakari sem var 12 ár í kokkalandsliðinu, einn af stofnendum OmNom súkkulaðsins og Skúbb ísbúðarinnar. Hann er einnig með svarta beltið í karate sem er ein af ástæðunum fyrir nafni Blackbox. Viggó er einnig eigandi veitingastaðarins OTO sem Gordon Ramsey elskar og stemnings staðarins Pünk á Hverfisgötu.


Jón Gunnar vann á útvarpsstöðvunum FM957 & Mono, var markaðsstjóri Senu í níu ár, einn af stofnendum Lemon og eigandi Yslands sem er öflugasta plögg-fyrirtæki landsins. Svo er hann líka einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Kontent sem frumsýndi gamanþáttaröðina Kennarastofuna í janúar 2024.

Blackbox er miklu meira en bara geggjaðar pizzur. Blackbox er fjölskylda, vinir, gaman, gleði, njóta, drykkir og dans og uppáhalds pizzan þín er ástríðan okkar. Pizza er nefnilega ekki bara pizza."

PIZZUBOTNARNIR OKKAR

Sælkerapizzubotninn okkar er súrdeigs en þú getur líka fengið ketóbotn eða glútenlausan. Botninn er líka frábær í alls konar annað en bara pizzur - leiktu þér, við gerum það allavega!

ÁLEGGIN OKKAR

Við notum einungis hágæða hráefni enda allt annað fáránlegt. Hráskinkan okkar er skorin fersk á hverja Parma Rucola pizzu og við notum eingöngu ferskan jalapenó af því það er einfaldlega miklu betra.

Share by: